Nýr vefur Skútustaðahrepps tekin í notkun

0
333

Ný og uppfærð snjallsímavæn heimasíða Skútustaðahrepps hefur verið tekin í notkun. Þar sem hún er snjallsímavæn aðlagar hún sig að því tæki sem hún er skoðuð í. Jafnframt hefur nýtt lén hefur verið tekið í notkun sem er www.skutustadahreppur.is.  Gamla lénið (myv.is) verður áfram í notkun í einhvern tíma en verður svo lagt niður.

Gamla heimasíðan var barn síns tíma. Ný heimasíða er liður í aukinni og bættri þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum hafa síðuna lifandi og því viljum við miðla því sem er um að vera í sveitarfélaginu.

Allar ábendingar um heimasíðuna eru vel þegnar og mikilvægt að upplýsingar sem þar eru séu réttar.

Vinsamlegast sendið línu á heimasida@myv.is (breytist svo í heimasida@skutustadahreppur.is)

Þeir sem vilja senda inn fréttir eða viðburði á heimasíðuna eru hvattir til að gera það og senda á netfang heimasíðunnar.

Rétt er að taka fram að heimasíðan er með frekar einföldu sniði til að byrja með en síðan verður byggt ofan á það efni sem nú er komið inn. Því má segja að heimasíðan verði í mótun fram eftir vetri. Meðal annars koma eldri fundargerðir inn á síðuna á næstu vikum.

Þetta er fyrsti áfangi heimasíðunnar af þremur. Í öðrum áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir Reykjahlíðarskóla sem jafnframt verður hluti af þeirri nýju. Í þriðja áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir leikskólann Yl.

Skútustaðahreppur.is