Nýr sæðingabíll afhentur

0
190

Ingvari Vagnssyni frjótækni á Hlíðarenda í Bárðardal var afhentur lykillinn að nýjum sæðingabíl í gær á sumardaginn fyrsta. það var Guðrún Tryggadóttir formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga sem afhenti Ingvari lyklana að nýjum Dacia Duster bíl.

Guðrún Tryggadóttir afhendir Ingvari lyklana. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Guðrún Tryggadóttir afhendir Ingvari lyklana. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Ingvar hefur starfað sem frjótæknir hjá BSSÞ síðan árið 1973 eða í 43 ár. Í spjalli við 641.is taldi Ingvar að hann hefði keyrt nálægt 40.000 kílómetra á ári til þess þess eins að sæða kýr í Suður-Þingeyjarsýslu. Má því áætla að Ingvar hafi keyrt rúmlega 1,7 milljón kílómerta alls í tengslum við sæðingar á kúm frá árinu 1973.

Eldri sæðingabíll sem Ingvar hefur notað undanfarin ár verður hafður til vara, en búið er að keyra hann um 350.000 kílómetra.