nýárskveðja til íbúa Þingeyjarsveitar

0
64

Kveðja til íbúa Þingeyjarsveitar.

Björgunarsveitin Þingey, vill senda öllum íbúum Þingeyjarsveitar hugheilar jóla og nýárskveðjur með innilegu þakklæti fyrir mikinn og góðan stuðning á árinu. Starf björgunarsveitanna byggist mikið á ykkar frábæra stuðningi.  Eins og allir vita var ekki sérlega gott veður til skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld og því vill Björgunarsveitin Þingey hafa opið fyrir flugeldasölu sunnudaginn 6. janúar í húsi félagsins við Melgötu frá kl. 12:00 til 16:00.

Kveðjum jólin með fallegum stjörnuljósum, blysum eða skoteldum. Munið eftir öryggisgleraugunum.

Björgunarsveitin er einnig með til sölu klósettpappír, útikerti og rafhlöður í reykskynjara.

GetAsset