Ný stjórn og framkvæmdastjóri ráðinn hjá Eflingu

0
299

Aðalfundur Umf. Eflingar í Reykjadal var haldinn sl.fimmtudag. Breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem fráfarandi formaður, Kristrún Kristjánsdóttir, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Félagið þakkar Kristrúnu kærlega fyrir hennar störf í stjórn síðastliðin fjögur ár. Í hennar stað var kosinn til formennsku Andri Hnikarr Jónsson. Áfram sitja svo í stjórn Hanna Sigrún Helgadóttir sem ritari og Dúna Harðardóttir sem gjaldkeri.

Ný aðalstjórn Umf. Eflingar. Hanna Sigrún, Andri Hnikarr form. Freyþór Hrafn framkv. og Dúna Harðardóttir
Ný aðalstjórn Umf. Eflingar. Hanna Sigrún Helgadóttir, Andri Hnikarr Jónsson form. Freyþór Hrafn Harðarson framkv. og Dúna Harðardóttir

Samkvæmt ársreikningum félagsins stendur UMF Efling vel og margir nýir félagar fengu formlega inngöngu í félagið á aðalfundinum. Skýrt var frá skipan fulltrúa í samfélagsnefndir á vegum Eflingar á aðalfundinum. Fulltrúana má finna hér á vef Eflingar

Að loknum aðalfundi hélt ný stjórn sinn fyrsta fund og gekk frá ráðningu í stöðu framkvæmdarstjóra félagsins. Ráðinn var Freyþór Hrafn Harðarson en hann mun hefja störf þann 18. maí og er hann ráðinn til 18. ágúst. Hans hlutverk verður m.a. að sjá um þjálfun, slátt og fleira tilfallandi sem gera þarf á vegum félagsins í sumar s.s. að vera umhverfis- og þjóðhátíðarnefndum innan handar í þeirra verkefnum.

Félagið býður Freyþór velkominn til starfa.

Sjá nánar á vef Eflingar.