Ný stjórn hjá HSÞ

0
61
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar HSÞ, sem haldinn var á Húsavík þann 4. apríl s.l. skipti stjórn með sér verkum. Jóhanna Kristjánsdóttir er áfram formaður, Halldóra Gunnarsdóttir er ritari,  Jóakim Júlíusson er gjaldkeri og Hermann Aðalsteinsson er varaformaður.
apríl 2013 003 (640x480)
Rósa Bachmann var kvödd með þakkargjöf fyrir vel unnin störf í þágu héraðssambandsins.  Rósa hafði verið bókari og gjaldkeri HSÞ til fjölda ára, en síðasta árið starfaði hún eingöngu sem bókari, þar sem gjaldkerinn í stjórn hefur fengið það hlutverk að vera alvöru gjaldkeri. Bókhald HSÞ mun verða héðan í frá í vinnslu hjá Samvirkni ehf.

 

Stjórn HSÞ er eftirfarandi:

Jóhanna Kristjánsdóttir, Umf Geisli, formaður
Hermann Aðalsteinsson, Skákfélagið Goðinn-Mátar, varaformaður
Halldóra Gunnarsdóttir, Umf Langnesinga, ritari
Jóakim Júlíusson, Íþr.fél. Völsungur, gjaldkeri
Birna Davíðsdóttir, Umf Bjarmi, meðstjórnandi
Einar Ingi Hermannsson, Umf Einingin, meðstjórnandi
Stefán Jónasson, Umf Tjörnesinga, meðstjórnandi

Varamenn:

Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Umf Leifur Heppni
Sigrún Marinósdóttir, Umf Geisli
Hörður Benónýsson, Umf Efling