Norðlenska – Meðalþyngd 16,71 kíló

-210 gr. miðað við sama tíma í fyrra

0
537

Búið er að slátra 33.500 dilkum það sem af er sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík. Meðalþyngd dilka var 16,71 kíló í lok dagsins í dag, en var 16,92 kíló, á sama tíma í fyrra.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra Norðlenska á Húsavík hefur slátrun gengið vel það sem af er og er slátrun heldur á undan áætlun. Veðurfarið hefur verið hagstætt, engin vandamál hafa komið upp og samstarf við bændur gengur vel.

Minna kemur inn af léttum dilkum en áður og aðeins 48 dilkar hafa flokkast í P-flokk hingað til.

Slátursala hófst sl. þriðjudag og henni lýkur í lok næstu viku eða föstudaginn 29. september.