Norðlenska birtir verðskrá fyrir lambakjöt

0
274

Norðlenska hefur birt verðskrá fyrir lamba- og kindakjöt til bænda vegna komandi hausts. Félagið er þar með fjórða afurðastöðin til að birta verð, en áður höfðuKS/SKVH og SS birt sínar verðskrár.  Norðlenska býður upp á forslátrun 28. ágúst (vika 35), bæði á Húsavík og Höfn.  Samfelld slátrun hefst hinsvegar 4. september á Húsavík (vika 36) og 17. september á Höfn (vika 38).  Frá þessu segir á sauðfé.is

Nordlenska22

 

 

Verðbreytingar Norðlenska frá 2012 eru svipaðar og hjá öðrum afurðastöðvum, sem búnar eru að birta verð. Lambakjöt hækkar um tæp 7% og er þá miðað við verðið 2012 með uppbótargreiðslum sem greiddar voru fyrr á þessu ári.  Annað kindakjöt lækkar á sama hátt um 30%.  Álagsgreiðslur eru í boði á lambakjöt, hæst 12% í viku 35 niður í 4% í viku 39.  Ekki er verður greitt álag á annað kindakjöt.

Norðlenska greiddi 2,8% uppbót á allt kindakjöt innlagt 2012 fyrr á árinu eins og SS, en aðrir greiddu aðeins á lambakjöt.

Hér að neðan er tafla með þeim meðalverðum sem komin eru.  Ekki verður reiknað út landsmeðaltal fyrr en allar afurðastöðvar hafa birt verðskrá.  Meðalverðið er vegið meðalverð sem er reiknað út frá kjötmati og sláturmagni í einstökum vikum á árinu 2012.  Verðin eru námunduð að næstu heilu krónu en eru reiknuð út með fullri nákvæmni. Heildarverðið er þó birt með aukastöfum til að draga betur fram raunverulegan mismun sem er ekki mikill.

 

Annað Allt
Lambakjöt kindakjöt kindakjöt
KS og SKVH         582 kr.         176 kr.    547,48 kr.
Norðlenska         580 kr.         176 kr.    546,06 kr.
SS         579 kr.         176 kr.    545,82 kr.
Landið 2012         543 kr.         252 kr.    518,18 kr.
verðskrá Norðlenska 2013
Smella á til að skoða stærri upplausn.