Nokkrar fyrirspurnir til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar

Örn Byström skrifar

0
699

Í upphafi fagnar undirritaður brosi sveitarstjórnarmanna á mynd sem fylgir tilkynningu um að sveitarfélagið ætli að greiða allan kostnað máltíða grunnskólabarna og leikskóla á árinu 2018. Eftir myndinni að dæma fá nú fleiri fríar veitingar en blessuð börnin því borð sveitarstjórnar bognar af veitingum til handa þeim sjálfum svo bros þeirra er skiljanlegt.

Í þessari frétt kemur einnig fram að tekjuafgangur ársins er kr. 25 milljónir – það þætti BjarN 1 lítill árangur af rúmlega Einum milljarði tekna árssins 2017.

Þar sem ég er ekki kýrskýr maður langar mig að leggja fram nokkrar fyrirspurnir til sveitarstjórnar svona í upphafi kosninga til sveitarstjórnar. Mig langar til að fá upplýsingar um eftirfarandi svo ég viti hvað ég er að kjósa um í vor, því að ég býst við að brosandi meirihluti hljóti að gefa kost á sér áfram.

Svo væri nú æskilegt að fá opinberan borgarafund fyrir kosningar þar sem menn gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum og fyrir hvað þeir standa.

Spurningar.

  1.  Hver er stefna sveitarstjórnar í skólamálum ? er hún fullmótuð til framtíðar litið ? -og þá hver er hún ?
  2. Er framtíðarstaður grunnskólans áætlaður á Hafralæk af hálfu sveitarstjórnar ?
  3. Hver var kostnaðaráætlun við það sem þurfti að framkvæma á Hafralæk – og hver var endanleg tala kostnaðar ef framkvæmdum er lokið ?
  4. Er á áætlun að gera sundlaugina á Hafralæk upp og hver er þá sú kostnaðaráætlun ?
  5. Hefir sveitarstjórn látið gera kostnaðaráætlun um byggingu grunnskólabyggingar á Laugum-og hver er hún þá  ?
  6. Sveitarfélagið hyggst selja húsnæði sitt í Iðjugerði ber sveitarfélaginu ekki að auglýsa húsnæðið til sölu á frjálsum markaði ? til að hámarka arðsemi sveitarfélagssins af sölu eigna ?
Skrif þessi eru ekki ætluð til neinna ýfinga manna í millum en núverandi sveitarstjórn virðist hafa þá stefnu að okkur almennum sveitarvörgum komi bara ekkert við hvað þeir aðhafast og upplýsinastreymi þeirra ákaflega takmörkuð fyrir utan myndir af brosandi sveitarstjóra.
Með vinsemd Örn Byström Einarsstöðum.