Í upphafi fagnar undirritaður brosi sveitarstjórnarmanna á mynd sem fylgir tilkynningu um að sveitarfélagið ætli að greiða allan kostnað máltíða grunnskólabarna og leikskóla á árinu 2018. Eftir myndinni að dæma fá nú fleiri fríar veitingar en blessuð börnin því borð sveitarstjórnar bognar af veitingum til handa þeim sjálfum svo bros þeirra er skiljanlegt.
Í þessari frétt kemur einnig fram að tekjuafgangur ársins er kr. 25 milljónir – það þætti BjarN 1 lítill árangur af rúmlega Einum milljarði tekna árssins 2017.
Þar sem ég er ekki kýrskýr maður langar mig að leggja fram nokkrar fyrirspurnir til sveitarstjórnar svona í upphafi kosninga til sveitarstjórnar. Mig langar til að fá upplýsingar um eftirfarandi svo ég viti hvað ég er að kjósa um í vor, því að ég býst við að brosandi meirihluti hljóti að gefa kost á sér áfram.
Svo væri nú æskilegt að fá opinberan borgarafund fyrir kosningar þar sem menn gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum og fyrir hvað þeir standa.
Spurningar.
- Hver er stefna sveitarstjórnar í skólamálum ? er hún fullmótuð til framtíðar litið ? -og þá hver er hún ?
- Er framtíðarstaður grunnskólans áætlaður á Hafralæk af hálfu sveitarstjórnar ?
- Hver var kostnaðaráætlun við það sem þurfti að framkvæma á Hafralæk – og hver var endanleg tala kostnaðar ef framkvæmdum er lokið ?
- Er á áætlun að gera sundlaugina á Hafralæk upp og hver er þá sú kostnaðaráætlun ?
- Hefir sveitarstjórn látið gera kostnaðaráætlun um byggingu grunnskólabyggingar á Laugum-og hver er hún þá ?
- Sveitarfélagið hyggst selja húsnæði sitt í Iðjugerði ber sveitarfélaginu ekki að auglýsa húsnæðið til sölu á frjálsum markaði ? til að hámarka arðsemi sveitarfélagssins af sölu eigna ?