Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt – Afurðir aldrei meiri

0
102

Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2012 lauk fyrir nokkru síðan. Afurðir á landsvísu hafa aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins sem spannar nú orðið nokkra áratugi. Afurðir eftir allar fullorðnar ær voru 27,3 kg, voru 26,5 kg árið 2011, fara þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegar afurðir. Á þeim tíma var þátttaka í skýrsluhaldi líka helmingi minni en hún er í dag. Frá þessu er sagt á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins.

Það er bjart og vistlegt í nýju fjárhúsunum á Hallgisstöðum. Mynd: Heiða Kjartans.
Það er bjart og vistlegt í nýju fjárhúsunum á Hallgilsstöðum. Mynd: Heiða Kjartans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árangurinn árið 2012 er því glæsilegur í því ljósi, og ekki síst vegna þess hversu öfgakennt tíðarfarið var á árinu. Víða voru miklir sumarþurrkar og snemma í september kom mikið hret á norðanverðu landinu sem hafði án efa talsverð áhrif til minni afurða en ella hefðu orðið.

Niðurstöður 2012:

Bú með 29 kíló eða meira eftir hverja á, þar sem fleiri ær en 100 eru á skýrslum 
Bú með 35 kíló eða meira eftir hverja á, óháð fjölda kinda á skýrslum 
Bú með 9,5 eða meira í gerð og kjötmat á fleiri en 100 dilkum 
Afurðir eftir fjárræktarfélögum haustið 2012 
Afurðir eftir sýslum haustið 2012 
Þróun afurða í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt 
Skoðun hrútlamba undan sæðingarstöðvarhrútum haustið 2012 
Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingarstöðvarnar haustið 2012 
Afkvæmarannsóknir 2012
Kynbótamat 2012

NIÐURSTÖÐUR FYRRI ÁRA