Neyðarstigi aflétt

0
107

Ríkislögreglustjóri aflétti í gærkvöld neyðarstigi almannavarna, sem lýst var yfir í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík á þriðjudagskvöld vegna björgunaraðgerða í kjölfar veðuráhlaupsins á norðanverðu landinu.

Bílastæðið við Stórutjarnaskóla í morgun.
Mynd: Heiða Kjartans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að björgunaraðgerðir hafi verið unnar við erfiðar aðstæður en skilað miklum árangri. Fyrirsjáanlegt sé að áframhaldandi aðstoðar sé þörf, en þörfin fyrir samhæfingarhlutverk almannavarna sé ekki lengur fyrir hendi.

Stefnt sé að því að skipuleggja fundi fljótlega með íbúum og fulltrúum þeirra sem koma að enduruppbyggingu í umdæminu eftir hamfarirnar. Öllum þeim sem komu að björgunarstörfum og skipulagningu þeirra eru þökkuð vel unnin störf. (ruv.is)