Naumt tap fyrir Svartfjallalandi í úrslitaleik EM U20 í körfubolta -Tryggvi skoraði 6 stig

0
101

Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig og tók 9 fráköst þegar Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði naumlega fyrir Svartfjallalandi í úrslitaleik B-deildar Evrópukeppninar sem fram fór í Grikklandi nú í kvöld. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.

Tryggvi Snær í baráttu undir körfunni í leiknum í kvöld. Mynd af vef mótsins
Tryggvi Snær í baráttu undir körfunni í leiknum í kvöld. Mynd af vef mótsins

Eftir því sem 641.is kemst næst er Tryggvi Snær Hlinason fyrsti Bárðdælingurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni fyrir Íslands hönd í hópíþrótt frá upphafi.

Gengi Íslenska landsliðsins var með hreinum ólíkindum, en góðir sigrar á Rússum í öðrum leik og svo Grikkjum í undanúrslitunum í gær standa þar upp úr.

Skoða má allar tölfræðiupplýsingar á vef mótsins.

Leikurinn frá upphafi til enda á Youtube.com