Náttúruníðingurinn fundinn ?

0
307

Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Hlynur var á sýningarölti í Berlín þegar hann rakst á myndverk eftir Julius von Bismarck en þar koma fyrir mývetnsku náttúrufyrirbrigðin eftir að búið er að mála orð í þau. Frá þessu er sagt á vef Akureyri vikublaðs í kvöld.  Myndir sem Hlynur tók á listsýningunni ytra benda til að fleiri spjöll hafi verið framin á náttúru Íslands en greint hefur verið frá í fjölmiðlum.

Lava. Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir.
Lava. Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir.

Höfundur myndanna, Julius von Bismarck hefur sýnt hér á landi og virðist samkvæmt leitarvélum hafa margvísleg tengsl við Ísland. Merkingarnar sem Umhverfisstofnun hefur kallað „náttúruterrorisma“ stangast á við íslensk lög. Refsing við brotum á náttúruverndarlögum getur orðið allt að tveggja ára fangelsi.

Julius von Bismarck er rísandi stjarna í listheiminum og bíræfinn að því er virðist, því þótt kalla megi það óheppni að Íslendingur, kunnugur skemmdarverkunum í Mývatnssveit vegna fjölmiðlaumfjöllunar, hafi rambað inn á sýningu og séð myndir Juliusar. Myndirnar sem Akureyri vikublað birtir nú virðast ígildi sönnunargagna og hefði listamanninum átt að vera ljóst að athæfi hans varðaði við lög. Julius mun hafa haldið sýningu hér á landi og á íslenska vini. M.a. mun hann hafa verið lærlingur Ólafs Elíassonar um tíma.

Lesa nánar á vef Akureyri vikblaðs.is þar sem sjá má mynd af nýjasta skemmdarverkinu sem er ófundið ennþá.