Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn í Þingeyjarsveit

0
278

Á 222. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær, gerði sveitarstjóri grein fyrir fundi sem hún átti með skólastjórum beggja grunnskólanna um útfærslu á hugmynd sem oddviti vakti máls á á síðasta fundi, um að námsgögn fyrir grunnskólanemendur í Þingeyjarsveit yrðu gjaldfrjáls. Í framhaldinu var leitað tilboða í námsgögn fyrir skólaárið 2017-2018.

Sveitarstjórn samþykkir að námsgögn verði gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn í sveitarfélaginu og samþykkir viðauka að fjárhæð kr. 540.000 við fjárhagsáætlun 2017, málaflokk 04 fræðslumál, sem mætt verður með handbæru fé. Sveitarstjórn vísar ákvörðun um gjaldfrjáls námsgögn til gerðrar fjárhagsáætlunar 2018-2021.

Fundargerð 222. fundar.