Nafngift Holuhrauns ákveðin í október

0
141

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps í gær var samþykkt að stofna nefnd um nafn á nýju hrauni og gígum norðan Vatnajökuls, oft nefnt Holuhraun. Nefndina skulu skipa tveir fulltrúar frá Skútustaðahreppi, fulltrúi örnefnanefndar, fulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs auk fulltrúa jarðvísindageirans. Nefndin skal skila tillögum til sveitarfélagsins til staðfestingar fyrir 10. október.

Holuhraun
Eldgosið í Holuhrauni

 

Yngri Ragnar Kristjánsson, oddviti, segir í samtali við rúv.is  í dag að nefndin muni ákveða hvaða leið verði farin til að ákveða nafnið. Ekki er því ljóst hvort leitað verður til íbúa sveitarfélagsins, eða með hvaða hætti hugmynda verður aflað.