Nafnasamkeppni PCC BakkiSilikon – Nöfnin Birta og Bogi valin á ljósboagaofnana

0
216

Nú hefur vinningshafi í nafnasamkeppni um ljósbogaofna PCC BakkaSilikon verið valinn af skipaðri nefnd. Nöfn ofnanna verða Birta og Bogi og vinningshafi er Elma Sif. Í verðlaun er máltíð á Fosshótel fyrir fjóra. Útskýringin sem fylgdi tillögunni var að þessi nöfn pössuðu þeim vel í ljósi þess að þetta eru ljós-boga-ofnar, segir í frétt á vef BakkaSilikon.

Rökstuðningur nefndar: Orðin hljóma vel saman, hafa jákvæða merkingu, og vísa beint í starfsemi ofnanna. Nokkrar tillögur á nafninu Bogi bárust en nefndinni þótti Birta fara best við og að auki vísar það til bjarta ljóssins í ofninum. Mörg áhugaverð nöfn bárust og þótti nefndinni einstaklega erfitt að velja. Tvær samsetningar stóðu uppúr, en þessi samsetning var valin að lokum.

Tvennir aukavinningar, máltíð á Fosshótel fyrir tvo, voru dregnir af handahófi og voru það tillögur frá Elísabetu Gunnarsdóttur og Rafnari Orra. Við munum hafa samband við þau og óskum þeim til hamingju með verðlaunin.

Í ljósi þess að starfsmaður PCC BakkiSilicon vann keppnina viljum við benda á að nefndin fékk tillögur á borð til sín algjörlega nafnlaust og var þetta því valið í blindni. Hins vegar ákváðu stjórnendur PCC BakkiSilicon að draga út annan stóran vinning af handahófi og er það Sigurður Kristjánsson sem var dreginn og fær hann máltíð fyrir fjóra á Fosshótel að launum.

Nefndina skipuðu Berta María Hreinsdóttir, Dóra Ármannsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Sigurjón Jóhannesson. Við þökkum þeim kærlega fyrir áhugann og viljann til að taka þátt.