Næst besta ár í rekstri Norðlenska

0
117

Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næst besta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.

Mynd af vef Norðlenska.is
Mynd af vef Norðlenska.is

Norðlenska matborðið ehf. sendi út sl. föstudag, fréttatilkynningu í kjölfar aðalfundar félagsins sem haldinn var á Akureyri. Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild:
Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næst besta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára.

Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.

 

· Hagnaður ársins var 188,5 milljónir kr., en 2011 var hagnaður 290,9 milljónir kr.

· Ársveltan var rúmar 4.690,9 milljónir kr., og jókst um rúm 3,1% á milli ára.

· EBIDTA hagnaður ársins var 325,4 milljónir kr. samanborið við 388,3 milljónir kr. árið 2011.

· Heildar eignir Norðlenska voru í árslok 2.882,8 milljónir króna.

· Eigið fé í árslok var 508,4 milljónir kr. en var 385,9 m.kr í lok árs 2011.

· Vaxtaberandi skuldir hafa hækkað um 224,4 milljónir kr. á milli ára.

· Veltufjárhlutfall var í árslok 1,37.

 

Margir þættir lögðu grunninn að góðu uppgjöri félagsins.

Hagnaður ársins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mjög mikilla vinsælda hjá neytendum. Markvisst hefur verið unnið að því að gæta aðhalds, og segja má að vinna síðustu ára við hagræðingu hafi skilað sér í uppgjöri ársins 2012. Fyrirtækið er nú í ágætri stöðu. Ljóst er að eigendur og starfsfólk geta verið stoltir af góðu fyrirtæki.

Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, var reksturinn ágætur framan af ári, m.a. vegna góðrar stöðu á innanlandsmarkaði. Á sama tíma fékkst viðunandi verð fyrir kjöt erlendis, það lækkaði þó er á árið leið og þá virtist innanlandsmarkaðurinn gefa eftir; sala var heldur minni en reiknað var með og ódýrari vörur seldust meira en þær dýrari. Markaðir fyrir gærur versnuðu verulega og verð lækkaði mikið. Verð fyrir hinar ýmsu aukaafurðir var hins vegar mjög gott á árinu, fyrirtækið hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti góðum hagnaði.

Reksturinn var því góður þegar upp var staðið og þess vegna ákvað stjórn Norðlenska í dag að greiða Búsæld, eiganda fyrirtækisins, arð að upphæð 15 m.kr.. Hagnaður Norðlenska árið 2012 var 188,5 milljónir kr. á móti 290,9 milljóna kr. hagnaði árið áður.

EBITDA ársins varð 325,4 milljónir kr. en var 388,3 milljónir kr. árið áður.

Stjórn Norðlenska er óbreytt að loknum aðalfundi, skipuð eftirtöldum:

Heiðrún Jónsdóttir, Garðabæ, stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformaður, Geir Árdal, Dæli, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, meðstjórnandi, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, meðstjórnandi.

Varamenn eru: Óskar Gunnarsson, Dæli Skíðadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda og Jón Benediktsson, Auðnum.

Norðlenska.is