Mývatnssveit ljósleiðaravædd

0
118

Þessa daganna er verið að leggja ljósleiðara um allan Skútustaðahrepp og gengur verkið, vel en hægar en vonir stóðu til. Staðan í dag er að langt er komið með að leggja inn í öll hús í sveitinni. Það klárast vonandi í lok júlí en tafir eru meðal annars vegna þess að hluti af strengjunum sem þarf að nota eru á leiðinni til landsins og koma um miðjan júlímánuð. Nú vonumst við eftir að kerfið verði tilbúið í ágúst. Frá þessu er sagt í Mýflugunni.

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

Stofnað hefur verið hlutafélag um rekstur ljósleiðarans Fjarskiptafélag Mývatnssveitar ehf (FMÝ ehf) 62% í eigu Skútustaðahrepps og 38% í eigu Landeigenda Reykjahlíðar. Stjórn félagsins er skipuð þeim Karli E. Sveinssyni og Kristni Inga Péturssyni fyrir Skútustaðahrepp og Guðrúnu M. Valgeirsdóttur fyrir L. R. ehf. Þetta félag er tekið til starfa og hefur tekið yfir rekstur ljósnetsins sem er rekið í Reykjahlíðarþorpi.

Verið er að ganga frá hvernig ljósleiðarinn verður rekinn en þrjú félög hafa sýnt áhuga á að nýta sér þessa leið til að bjóða sína þjónustu. Framhaldið er að bjóða upp á ljósleiðara í Reykjahlíðarþorpi og því þurfa þeir sem óska eftir tengingu að hafa samband við skrifstofu Skútustaðahrepps s. 464 4163 til að skrá sig.

 

Þeir sem þegar voru búnir að skrá sig eru vinsamlegast beðnir um að starfesta skráninguna. Stefnan er að byrja í haust en það ræðst af vetrarkomu.

Minnt er á að þeir sem ætla ekki að vera með frá byrjun en koma inn síðar mega búast við verulega hærri stofnkostnaði.

Gjaldskrá fyrir ljósleiðarann hefur tekið smábreytingum frá þeirri fyrstu en ný gjaldskrá er
eftirfarandi:

Stofngjald heimili: 50.000.- kr.
Mánaðargjald heimili: 4.000.- kr.
Stofngjald fyrirtæki: 188.000.- kr.
Mánaðargjald fyrirtæki: 14.500.- kr.
Allar upphæðir með vsk.
Ofan á þetta koma svo gjöld hjá internet þjónustusala eftir því hvaða þjónustu menn taka.

Nánari upplýsingar:
Karl E Sveinsson 856 1158
Guðrún M. Valgeirsdóttir 864 4141