Síðasta tölublað Mýflugunnar kom út 31. janúar sl. Hrafnhildur Geirsdóttir hefur hætt útgáfu Mýflugunnar eftir að hafa haldið utan um hana í hartnær áratug. Arnþrúður Dagsdóttir hefur tekið við útgáfunni sem fékk við það tækifæri nýtt nafn, Húsöndin.
Áhugasamir geta haft samband við Arnþrúði í síma 849 2804 eða með tölvupósti husondin@gmail.com. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl 14:00 á þriðjudögum.
Fyrstu tvö tölublöð Húsandarinnar eru komín út og verður þeim dreift í öll hús í Mývatnssveit. Hægt er að nálgast Húsöndna rafrænt hér og hér.