Mývatnsmaraþon – Úrslit

0
242

Hið árlega Mývatnsmaraþon var haldið um helgina og voru allar aðstæður eins og best verður á kosið, sólríkt, logn og góður hiti. Þátttakendur í hlaupinu voru um 100 í fjórum vegalengdum, 3 km., 10 km., hálfmaraþoni 21,1 km. og maraþoni 42,2 km. Framkvæmd mótsins var með miklum sóma hjá heimamönnum og aðstoðarfólki. Í boði var rútuferð að rásmarki, hlaup í góðum hópi í frábæru umhverfi, hvíld og endurheimt í Jarðböðunum og grillveisla og verðlaunaafhending í lokin.  Úrslitin úr hlaupinu má sjá hér

Keppendur í hálfu maraþoni  í starholunum.
Keppendur í hálfu maraþoni í starholunum.