Mývatnsmaraþon 2016 á laugardag

0
134

Hið árlega Mývatnsmaraþon verður þreytt laugardaginn 4. júni. Veðurspáin lítur vel út og því er um að gera að skella sér í hlaupaskónna og taka þátt. Keppt er í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 og 3 km hlaupi.

Mývatnsmaraþon
Mývatnsmaraþon

 

Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Upplýsingar um verð, skráningu og tímasetningar er að finna á viðburðadagatali www.visitmyvatn.is og hægt verður að skrá sig til leiks fram á keppnisdag.

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk.