Mótmælt fyrir utan Kjarna

0
73

Nokkur hópur fólks kom saman fyrir utan Kjarna á Laugum í dag á meðan á sveitarstjórnarfundi stóð, til að mótmæla ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá því 18. desember sl. að færa grunnskólahald úr byggðakjarnanum á Laugum í Hafralæk. Mótmælendur börðu í ýmis búsáhöld eins og potta, pönnur og fötur svo að af hlaust nokkur hávaði. Mótmælin stóður yfir í tvo klukkutíma, eða jafn lengi og fundur sveitarstjórnar.

Frá mótmælunum í dag
Frá mótmælunum í dag

Boðað hefur verið til annars mótmælafundar af sama tilefni, þegar næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn í Kjarna, 29. janúar kl 13:00