Mokstur hafinn á Víkurskarði

0
48

Verið er að moka Víkurskarðið en það gengur mjög hægt og ekki er vitað hvenær skarðið verður ökufært samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Mjólkurbíll frá MS Akureyri er þó komin yfir Víkurskarðið og er á leið í Mývatnssveit og Reykjadal til að sækja mjólk. Mjólkurbílarnir sem biðu færis í Ljósvatnsskarði í morgun eru á leið til Akureyrar til losunar þar.