Mjólk sótt í Bárðardal og Kinn í dag.

0
239

Þrátt fyrir ófærð og leiðindaveður er mjólkurbíll á ferðinni í Bárðardal að sækja mjólk. 641.is náði sambandi við Hrafn Sigurðusson (Krumma) mjólkurbílstjóra nú í hádeginu og var hann þá í Bárðardal og ætlar Hrafn að sækja mjólk á bæi í Kinn líka í dag. Eins og fram hefur komið hér á 641.is í morgun að þá féll stórt snjóflóð á veginn í Ljósvatnsskarði í morgun og er vegurinn lokaður, en verið er að moka hann.

Hrafn Sigurðsson mjólkurbílstjóri MS á Akureyri.
Hrafn Sigurðsson mjólkurbílstjóri MS á Akureyri.

 

Þeir sem þekkja Hrafn mjólkurbílstjóra vita að hann lætur fátt stöðva sig og fékk hann Dodda á Stapa til þess að fara á undan sér á dráttarvél vegslóða sem liggur sunnan við Ljósavatn á milli Arnstapa og Vatnsenda.

Aðspurður sagðist Krummi aldrei hafa farið á mjólkurbílnum þessa leið áður en ferðin gekk vel.