Mikill munur á landbúnaðarstyrkjakerfi ESB og þess Íslenska

0
74

Henrik Bendixen yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi og Gyða Einarsdóttir upplýsingafulltrúi Evrópustofu fluttu erindi um samband Íslands við ESB og skýrðu frá því í stuttu máli hvernig landbúnaðarstefna ESB virkar, á opnum fundi á Breiðumýri í Reykjadal nú í kvöld. Það var Fundafélagið í Þingeyjarsveit sem stóð fyrir fundinum og var hann ágætlega sóttur. Henrik flutti mál sitt á ensku og Gyða túlkaði það fyrir fundargesti.

Henrik Bendixen og Gyða Einarsdóttir á Breiðumýri.
Henrik Bendixen og Gyða Einarsdóttir á Breiðumýri.

Í máli Henriks kom fram að mikill munar væri á landbúnaðarstyrkjakerfi ESB og þess Íslenska. Í ESB væru styrkirnir greiddi að miklu leiti miðað við stærð ræktarlands hjá hverjum og einum bónda og skipti þá engu hve mikið magn af kjöti eða mjólk hver bóndi framleiddi. Íslenska kerfið tekur ekki mið af landstærð heldur miðast við fyrirfram ákveðinn kvóta í mjólk og kíló af kjöti. Hann taldi það hafa gefist vel í ESB að miða við hektarafjölda en ekki kvóta eins og á Íslandi.

Að erindi loknu var opanð á fyrirspurnir úr sal.

Fjölmargar fyrirspurnir voru bornar undir Henrik og Gyðu sem þau svöruðu eftir bestu getu. Í máli þeirra kom fram að erfitt væri að gefa nákvæm svör fyrr en búið væri að opna landbúnaðarkaflann og viðræður hafnar um efni hans. Það var ekki búið að gera það þegar viðræðunum var hætt sl. vor og enginn vissi hvort eða þá hvenær þeim yrði framhaldið. Hann taldi þó ágætar líkur á því að Íslendingar gætu samið við ESB á svipuðum nótum og Finnar gerðu á sínum tíma.

Þegar tíðindamaður 641.is spurði Henrik hvort hann teldi það æskilegt fyrir Ísland að ganga í ESB, þá sagði hann að það væru bæði kostir og gallar fyrir Ísland að ganga í sambandið og líka kostir og gallar við það að gera það ekki. Við yrðum að ákveða það sjálf.

Henrik Bendixen er frá Danmörku og hefur starfað hjá ESB í Brussel í um 20 ár. Sl. þrjú ár hefur hann starfað fyrir sendinefnd ESB á Íslandi og kann vel við sig á Íslandi. Hann sagði að þó svo að viðræðunum hefði verið hætt í vor væri nóg að gera á sendiskrifstofu ESB við það að svara fyrirspurnum sem bærust þangað. Hann tók sem dæmi að á þessu ári hefðu borist fleiri fyrirspurnir til þeirra en árið 2012. Hann bætti því við að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann geti komið á fleiri fundi út um land ef eftir því yrði leitað.

Henrik og Gyða.
Henrik og Gyða.