Metumferð um Víkurskarð -100.000 ökutæki í júlí

0
261

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni reyndist umferðin um Víkurskarð í nýliðnum júlímánuði um 17,4% meiri en í sama mánuð á síðasta ári. Með þessu féll gamla metið frá júlí 2011 þar sem aldrei áður hafa farið jafn margir bílar um það frá upphafi í einum mánuði.

víkurskarð umferðHeildarfjöldi ökutækja um skarðið í júlí sl. varð rétt tæp 100 þús. eða 99.710 ökutæki. Uppsafnaður fjöldi ökutækja frá áramótum er orðinn tæplega 340 þús. ökutæki. Nú stefnir í að nýtt met, fyrir heildarfjölda ökutækja um Víkurskarð, líti dagsins ljós í lok október og 500 þús. bíla markið verði rofið skömmu síðar, haldi áfram sem horfir.

víkurskarð umferð 2

Metið yfir umferðarmesta dag í Víkurskarðinu frá upphafi, sem er 4.750 ökutæki frá árinu 2010, stendur enn þó að sunnudagurinn 24. júlí sl. hafi farið nálægt því með 4.526 ökutæki en sá dagur reyndist næst umferðarmesti dagur frá upphafi mælinga.