Mesta maí umferð um Víkurskarðið frá upphafi

Heildarfjöldi ökutækja stefnir í 700 þús á ársgrundvelli

0
248

Samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni jókst umferð yfir Víkurskarðið um 6,8% í nýliðnum maí, borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Aldrei hafa fleiri ökutæki farið um Víkurskarðið í maí mánuði frá upphafi mælinga en 1.893 ökutæki fóru þar um á sólarhring.

Mest jókst umferðin á fimmtudögum eða 17,5% en 3,0% samdráttur mældist á sunnudögum. Eins og venja er til var mest ekið á föstudögum en fæstir fóru um skarðið á miðvikudögum.

Ef horft er til ársins 2018 í heild er gert ráð fyrir hóflegri aukningu nú í ár m.v. síðasta ár eða 4,5 – 5,5%. Gagni það eftir verður heildarfjöldi ökutækja sem fara um skarðið tæplega 700 þús.