Mesta frost í Svartárkoti í febrúar síðan 2009

0
101

Lægsti lágmarkshiti á landinu í núverandi syrpu mældist í Svartárkoti rétt eftir miðnætti (miðvikudag 19. febrúar), -28,9 stig. Frá þessu segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á blogg-síðu sinni í dag. Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur í febrúar í fimm ár.

Hitastig síðustu daga í Svartárkoti. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.
Hitastig síðustu daga í Svartárkoti. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12. febrúar árið 2009 mældist frostið á sama stað -29,0 stig. Árið áður fór febrúarfrostið mest í -30,3 stig í Veiðivatnahrauni annan dag mánaðarins.

“Þetta eru allt lágar tölur og talsvert lægri heldur lægst lágmark landsins er að meðaltali í febrúar. Síðustu 10 árin (2004 til 2013) er landsmeðaltalið -24,1 stig – en -22,5 ef aðeins er tekið til stöðva í byggð”, segir einnig á blogg-síðu Trausta Jónssonar þar sem lesa má meira um kuldann síðustu daga.