
Fréttir sem tengjast sauðfé og afurðaverðfalli á sauðfjárafurðum voru mikið lesnar á 641.is á árinu 2017. Af 10 mest lesnu fréttunum tengjast 5 þeirra sauðfé með beinum hætti. Þar fyrir utan eru þrjár fréttir sem komast inn á topp 20 yfir mest lensu fréttir ársins sem tengjast búskap með einhverjum hættir.
Hvaða andskotans drullupólitík er eiginlega í gangi?
Lang mest lesna fréttin á árinu var frétt sem birtist 1. september, en fjallaði hún um óánægðan sauðfjárbónda í Höfðahverfi. Tæplega 10.500 manns hafa lesið þá frétt.

Þar nokkuð langt á eftir var að send grein um frárennslismál við Mývatn. Tæplega 4.500 manns hafa lesið þá grein.
Seldu 130 skrokka á tveim dögum

Þriðja mest lesna fréttin fjallaði svo um sauðfjárbónda sem ákvað að taka sölumálin á sínu lambakjöti í eigin hendur. 3.800 manns hafa lesið þessa frétt.
Sæti 4-10 má skoða hér fyrir neðan.
Vaðlaheiðagöng – Viðhorf og væntingar (3255)
Maður veit eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð (3217)
Fékk aðeins rúmar 16 krónur fyrir kílóið af hrossakjöti (3024)
Sauðfjárrækt á krossgötum (1989)
Reiðilestur (1819)
Kúabændur heiðraðir fyrir úrvalsmjólk (1527)
Smalað með dróna – Myndband (1029)
641.is þakkar lesendum sínum fyrir skemmtilegt ár og óskar þeim velfarnaðar á nýju ári.
