Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna féll í sveitarstjórnarkosningunum í Norðurþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30,1% atkvæða og þrjá menn kjörna. Framsóknarflokkurinn fékk 26,39% atkvæða og einnig þrjá menn kjörna. Samfylkingin, Vinstri Grænir og Listi Samfélagsins fengu einn mann kjörinn hver flokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir mynduðu eins manns meirihluta í Norðurþingi eftir kosningarnar 2014, en þar sem Vinstri Grænir töpuðu einum manni núna er meirhlutinn fallinn.
Ný sveitarstjórn Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon D-lista
Hjálmar Bogi Hafliðason B-lista
Helena Eydís Ingólfsdóttir D-lista
Óli Halldórsson V-lista
Silja Jóhannesdóttir S-lista
Guðbjartur Ellert Jónsson E-lista
Hrund Ásgeirsdóttir B-lista
Örlygur Hnefill Örlygsson D-lista
Bergur Elías Ágústsson B-lista
