Marklaus skilti í Þingeyjarsveit.

0
322

Bílaumferð er nánast allsstaðar, flestum nauðsynleg, öðrum til þæginda en sumum til leiðinda, allt eftir því hvar hver er staddur. Mörgum þykir óþægilegt og það getur verið beinlínis hættulegt þegar bílaumferð er hröð þar sem vegir liggja mjög nálægt sveitabæjum, jafnvel gegnum hlað bæja. En það er ekki þar með sagt að fólk geti ákveðið uppá sitt einsdæmi að gera sínar eigin hraðahindranir eða meina umferð um vegi.

Vegakerfinu er skip upp í flokka sem eru þjóðvegur, Stofnvegur, Tengivegur, Héraðsvegur, Landsvegur, Sveitarfélagsvegur. Einkavegur er síðan vegur sem gerður er af ábúanda/landeiganda sem sér um allan kostnað sjálfur, að áðurfengnu leyfi. Á leiðinni út í Fossselsskóg og að Barnafossi eru skilti sem eru marklaus. Á veginum í Vað og Fossselsskóg er skilti sem setur hámarkshraða niður í 30 km, en á veginum er, samkvæmt upplýsingum Gunnars Bóassonar yfirverkstjóra hjá vegagerðinni á Húsavík, 80 km hámarkshraði. Á leiðinni út í Barnafell er skilti sem bannar að tjalda og skotveiði, sem er ekkert óeðlilegt, en á því stendur líka Óviðkomandi bannaður aðgangur, sem er alveg marklaust því vegagerðin leggur til viðhald á veginn og þar er öllum frjálst að fara um. Ef fólk vill gera svona skilti þá er rétta leiðin sú að sækja um leyfi til Þingeyjarsveitar sem svo sækir leyfi til Vegagerðarinnar, sem þá metur hvort ástæða sé til t.d. að taka hraðann niður eða ekki.

skiltið norðan við Vað
norðan við Vað og á leiðinni í Fossselsskóg

 

 

 

 

 

 

 

leiðin að Barnafossi
norðan við Fremstafell, leiðin að Barnafossi