Markaðsdagur HMH

0
131

Á laugardaginn verður rífandi stemning sunnan við búðina við Fosshól. Þar verður hinn árvissi Markaðsdagur HMH.   Margt skemmtilegt verður  í boði. Markaðurinn hefst kl. 11:00 0g stendur til 15:00.

frá Markaðsdeginum í fyrra.

Fyrst ber að nefna frábæra tískusýningu sem hefst kl. 14:00, þar verður sýndur fatnaður og fylgihlutir aðallega úr ull, unnið af handverkskonum. Sýnendur eru heimafólk, bændur og búalið á öllum aldri. HMH munu baka lummur á staðnum og verður það frítt handa öllum.

sýningarhópurinn 2012
Elín Þórisdóttir steikir lummur handa öllum.

Spunnið verður á rokk, flatbrauð bakað og selt, herðanudd, spákona, skartgripir, prjónavara, málaðar myndir og steinar, snyrtivara, egg, bækur, lukkupakkar, fjallagrös, fjallagrasbrauð, rúgbrauð, reyktur silungur og fleira. Til að halda uppi stemningunni verður leikið á harmonikku.

Guðrún Sveinbjörnsdóttir ætlar að spinna á rokk á laugardaginn.

 

Aðsókn hefur aukist ár frá ári, enda er það það alveg satt að, maður er manns gaman. Í Goðafossveitingum er ísvélin í gangi og kaffidrykkir til sölu ásamt fleiru.