Margur er knár þótt hann sé smár – Agnarögn á Litlu-Reykjum

0
193

Afar smá kvíga sem var einungis 8,1 kíló fæddist á bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi þann 17. september árið 2009 og fékk hún nafnið Agnarögn. Móðir hennar var fullgengin þegar hún bar og þess vegna þótti það merkilegt að kálfurinn skyldi vera svona lítill. Hún Agnarögn hefur braggast vel og bar hún í fyrradag sínum fjórða kálfi. Á meðfylgjandi mynd sést vel hve smá Agnarögn var þegar hún var nýfædd.

Agnarögn 2009 á Litlu-Reykjum
Agnarögn ný fædd árið 2009. Mynd Atil Vigfússon

 

Esther Björk Tryggadóttir bóndi á Litlu-Reykjum sagði í spjalli við 641.is í dag að Agnarögn hefði verið farsæl kýr og sem dæmi um það að þá mjólkaði hún 7.233 lítra á síðasta ári, sem telst gott fyrir grip með hennar forsögu. Meðalnyt íslenskra kúa á árinu 2015 var 5.851 lítrar og Agnarögn er því vel yfir þeirri nyt. Aganrögn er minnsta kýrin á Litlu-Reykjum en er þó ekki áberandi mikið minni en aðrar kýr á bænum. Hún fékk að vaxa einu ári lengur en aðar kvígur og bar sínum fyrsta kálfi ári seinna en gengur og gerist. Það hefur skilað sér.

 

Agnarögn bar í fimmta sinn í fyrradag.
Agnarögn bar í fjórða sinn í fyrradag.

 

Á neðri myndinn má sjá Agnarögn kara kálfinn sem hún átti í fyrradag og svo skemmtilega vill til að hin kýrin sem sést á myndinni og er að fylgjast með, er líka undan Agnarögn. Sú kvíga er nýlega borin og er að sögn Estherar, mjög efnilegur gripur.

Frétt 641.is frá árinu 2009