Margrét Inga og Dagbjört Nótt sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2019

0
631

Margrét Inga Sigurðardóttir Framhaldsskólanum á Húsavík vann sigur á Tónkvsílinni 2019 sem fram fór í íþóttahúsinu á Laugum nú fyrr í kvöld. Margrét sögn lagið Piece By P Piece. Eyþór Kári Ingólfsson Framhaldsskólanum á Laugum varð í öðru sæti með lagið Natural og Hubert Henryk Wojtas Framhaldsskólanum á Laugum varð í þriðja sæti með lagið Drinking About You sem hann samdi sjálfur.

Magrét Inga Sigurðardóttir flytur sigurlag Tónkvíslarinnar 2019

Dagbjört Nótt Jónsdóttir Öxarfjarðarskóla, vann grunnskólakeppnina. Margrét Nótt söng lagið Take Me To Church. Friðrika Bóel Jónsdóttir Borgarhólsskóla varð í öðru sæti með lagið Teenage Dirtbag og Klara Hrund Baldursdóttir Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið Keep On Loving You.

Dagbjört Nótt Jónsdóttir með sigurlag grunnskólakeppninnar.

Vinsælasta lagið í símakosningunni varð Take Me Home, Country Roads með þeim Eyþór Darra Baldvinssyni og Pétri Ívari Kristinssyni úr Framhaldsskólanum á Laugum.

Pétur Ívar og Eyþór Darri

Sturla Atlas skemmti áhorfendum í sal í Dómarahléi sem og áhorfendum N4.

Sturla Atlas