Margrét Hólm ráðin sem skrifstofustjóri hjá Norðurþingi

0
365

Margrét Hólm Valsdóttir hefur verið ráðin sem skrifstofustjóri hjá Norðurþingi. Í rökstuðningi fyrir ráðningunni sem sagt er frá á vef Norðurþings í dag, segir m.a.

Margret hólm valsdóttir

“Margrét er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur reynslu af opinberri stjórnslu frá starfi sínu sem fjármálastjóri framhaldskólans á Laugum, sem oddviti í skútustaðarhreppi og frá nefndarstörfum. Einnig hefur Margrét töluverða reynslu af mannauðsmálum þar sem hún hefur haft yfirumsjón með þeim í störfum sínum undanfarin ár og þurft að taka á verkefnum tengdum þeim. Margrét hefur komið að skjalavistun í störfum sínum sem fjármálastjóri en einnig hafði hún yfirumsjón með skjalavistun í Sparisjóði Suður- Þingeyinga. Verkefnastjórnun hefur verið stór hluti af störfum Margrétar og má þar nefna undirbúning og uppbyggingu hótels og núverandi verkefni fyrir Þekkingarnet Þingeyinga.”

Norðurþing þakkar öllum umsækjendum fyrir og býður Margréti velkomna en hún mun hefja störf í desember. Norðurþing.is