Mandarínendur sjást í Reykjadal

Mögulega sex Mandarínendur í Þingeyjarsýslu

0
412
Mandarínendurnar í kvöld. Aliönd sést neðst til hægri

Tvær Mandarínendur sáust á bæ í Reykjadal nú í kvöld en þær komu í heimsókn á andapoll sem þar er væntanlega í leit að félagsskap, en nokkrar aliendur eru fyrir á bænum. Meðfylgjandi myndir náðust af Mandarínöndunum af því tilefni.

Tvær Mandarínendur hafa glatt Húsvíkinga að undanförnu, en ljóst er að þessar endur sem sáust í Reykjadal í kvöld eru ekki þær sömu því Húsvísku endurnar eru þar enn.

Að sögn Gauks Hjartarsonar fuglaáhugamanns er talið hugsanlegt að allt að sex Mandarínendur séu núna gestkomandi í Þingeyjarsýslu, því fjórar Mandarínendur sáust í Aðaldal fyrir skemmstu á sama tíma og tvær voru á Húsavík.

Líklegt er að þessar tvær sem sáust í Reykjadal hafi verið í Aðaldal og ákveðið að kíkja í Reykjadal en ekki er vitað hvað varð um hinar tvær sem sáust í Aðaldal um daginn.

Mandarínendur þykja með fallegri fuglum enda eru þær mjög skrautlegar eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ef smellt er á myndirnar hér fyrir neðan má skoða stóra útgáfu.

Stærðarmunurinn er talsverður á mandarínöndunum og aliöndinni.
Mandarínendurnar í kvöld. Aliönd sést neðst til hægri