Málþing um jarðvarmavirkjanir – áhrif á nærumhverfi

0
135

Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, stendur fyrir málþingi um jarðvarmavirkjanir og áhrif þeirra á nærumhverfi sitt þann 7. nóvember 2015.

Málþing

 

Málþingið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst klukkan 11.

 

 

 

Erindi flytja:

Stefán Arnórsson

jarðfræðingur

Almennt um umhverfisáhrif af nýtingu háhitasvæða

Ragnhildur Finnbjörnsdóttir

doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands

Er brennisteinsvetni mengun eða veldur það bara „vondri“ lykt?

 

Dr. Hilmar J. Malmquist

líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands

Jarðvarmavirkjanir og áhrif á lífríki og vatnsgæði: affallsvatn frá Nesjavallavirkjun og Þingvallavatn

 

Ágústa Helgadóttir

líffræðingur og sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Áhrif jarðvarmavirkjana á gróður

 

Málþingið er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups.

Málþingið er opið og allir eru velkomnir. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

 

Um Fjöregg:

Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, var formlega stofnað 27.febrúar 2014. Markmið félagsins er verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið meðal annars ná með fræðslu, hvatningu og umræðu um náttúruverndarmál. Félagið hefur áður staðið fyrir málþingum um fráveitumál og áhrif ferðaþjónustu á samfélag og umhverfi.