Magni tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni í dag

0
173

Magni frá Grenivík tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni (næst efstu deild) á næstu leiktíð í dag, þrátt fyrir 1-3 tap á heimavelli gegn Vestra. Á sama tíma tapaði Víðir stórt fyrir Aftureldingu, en Víðir var eina liðið sem gat náð Magna að stigum fyrir leikina í dag.

Magni er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en Víðir og Huginn eru í 3-4. sæti með 34 stig og geta ekki náð Magna að stigum í lokaumferðinni sem fer fram nk. laugardag. Staðan í 2. deild

Völsungur tapaði fyrir 3-4 Tindastóli í dag og er sem stendur í 7. sæti með 30 stig.

641.is óskar Magna til hamingju með sætið í Inkasso-deildinni.