Magnaðar myndir af sauðfé á Melrakkasléttu

0
593

Ágústa Ágústsdóttir fjárbóndi á bænum Reistarnesi á Melrakkasléttu, sem er nyrsti bóndabær með fastri búsetu á Íslandi, birti í gærkvöld magnaður ljósmyndir í hópi Sauðfjárbænda á facebook af því þegar sauðfé sem hún og maður hennar Kristinn B. Steinarsson eiga, var rekið frá bænum Oddstöðum á Melrakkasléttu heim að Reistarnesi 3. desember sl. Rekstrarleiðin er um 15 kílómetrar og gekk það vel þrátt fyrir að snjór sé með mesta mót á Melrakkasléttu. 641.is fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til að birta nokkrar myndir sem hún tók og skoða má hér fyrir neðan.

Féð á heimleið. Mynd: Ágústa Ágústsdóttir
Féð á heimleið. Mynd: Ágústa Ágústsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ágústa Ágústsdóttir skrifar ma. annars á facebook að á Melrakkasléttu sé alla jafna snjólétt, mikil fjörubeit, fé vænt og að sjálfsögðu gefum við þeim hey í gjafagrindur. Núna kom veturinn óvenju snöggt og nokkrum gráðum kaldari en venjulega og því snjóaði mikið á stuttum tíma (líklega samanlagt magn síðustu ára). Til að gera langa sögu stutta, varð úr dagsferð þar sem sóttar voru um 100 ær og þeim komið í örugga höfn. Úr varð alveg stórkostlegur dagur þar sem allt gekk upp, mannskapur, hundar, fé og tæki og veðráttan var ólýsanlega mögnuð.

Fjárhópurinn bíður þess að komast á vagn
Fjárhópurinn bíður þess að komast á vagn

 

 

 

Komnar á vagninn
Komnar á vagninn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kindurnar fara yfir göngubrú
Kindurnar fara yfir göngubrú

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frjárhópurinn fylgir dráttarvéla slóðinni
Frjárhópurinn fylgir dráttarvéla slóðinni
Oddstaðir á Melrakkasléttu
Oddsstaðir á Melrakkasléttu