Lýst yfir almannavarnaástandi í Þingeyjarsýslum

0
76

Þetta setur aðgerðina í talsvert annan gír varðandi öflun á ýmsum aðföngum og tækjum. Þegar búið er að lýsa yfir almannavarnarástandi tekur ríkissjóður þátt í kostnaði við að fala ýmissa bjarga og ryðja vegi og götur. Þannig að almannavarnir eru þá komnar með aðgerðina á sínar herðar,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík, í samtali við mbl.is en almannavarnarástandi var lýst þar yfir í kvöld.

 

Kröflulína við Víðar. Staurarni mölbrotnir.
Mynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Það sem er í gangi er að verið er að útvega tæki og mannskap til þess að setja í fjárleitir á Þeistareykjasvæðinu á morgun og Reykjaheiði. Það verður reynt að stefna heilmiklum flota þangað til þess að bjarga því fé sem þar er. Það veit enginn fyrir víst hvað það eru margar kindur á þessu svæði en það eru einhverjar þúsundir,“ segir Sigurður og bætir við að þær gætu verið á bilinu 10-12 þúsund.

„Það er stefnt að því að þetta lið verði komið saman hér á Húsavík klukkan átta í fyrramálið og þetta er frá öllum svæðum frá Húnavatnssýslum og austur á firði og þessir flokkar verða að störfum á Reykjaheiði og Þeistareykjum og svo verður áframhaldandi starfsemi einhver í Mývatnssveit. Síðan var að koma beiðni ofan úr Bárðardal líka. Þannig að þetta er verkefni morgundagsins. Það er verið að moka þangað upp eftir núna og nóttin fer í það að opna fyrir þessi tæki til þess að koma hjálparliðinu upp eftir í fyrramálið,“ segir hann ennfremur.   mbl.is