Lundsvöllur í Fnjóskadal

0
193

Vilt þú kynnast golf-íþróttinni?  var yfirskrift auglýsingar í síðustu  Hlaupastelpu (auglýsingarblaðs í Þingeyjarsveit)

Þar var golfklúbburinn Lundur að bjóða öllum íbúum Þingeyjarsveitar að koma á Lundsvöll þriðjudaginn 30 júlí, og fá leiðsögn í golfi eða bara að kynna sér aðstöðuna á Lundsvelli. Aðstaðan er öll mjög góð, völlurinn sem er 9 holu er mjög fallegur og veðursæld mikil svo innarlega í Fnjóskadal. Huggulegur veitingasalur er í Stekk golfskálanum og þægilegt andrúmsloft, á góðviðrisdögum er einnig hægt að sitja úti á palli.

Starfsfólk Lundsvallar tóku á móti gestum í golfskálnum frá kl. 17.00 – 20.00.  boðið var uppá kaffi, pönnukökur með rjóma og skúffuköku. Veður var kyrrt, skýjan en þurrt og hiti um 11°. Hægt er að kynna sér völlinn og aðstöðuna betur á lundsvollur.is

Lundsvöllur
Lundsvöllur

Aðilar frá golfklúbbnum Lundi, höfðu fengið Friðrik Gunnarsson golfkennara frá Akureyri til að leiðbeina áhugasömum. Engu máli slipti hvort menn voru algjörir byrjendur eða vanir spilarar, því lengi má bæta sig í golfi, svo er gott að fá kunnáttumann til að horfa á og leiðbeina. Skorað var á fréttaritara að prófa, sem aldrei hafði snert golfkylfu á ævinni og viti menn eftir dálitla leiðsögn eins og að: standa rétt, halda rétt á kylfunni, horfa alltaf á kúluna og taka svo sveifluna, hitti fréttaritari kúluna, þetta er greinilega framúrskarandi kennari.  Þetta var hin skemmtilegasta stund. Kærar þakkir fyrir mig. 


leiðbeint um halla á kylfu
Friðrik útskýrir halla á kylfu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hægri öxlin aðeins niður
hægri öxlin aðeins niður

 

 

 

 

 

 

 

ffréttaritari undirbýr fystu sveifluna
fréttaritari undirbýr fystu sveifluna

 

 

 

 

 

 

 

góðar móttökur
Hlýjar móttökur