Lögbannið staðfest

0
87

Sýslumaður Þingeyinga Svavar Pálsson hefur staðfest lögbann á Landeigendafélag Reykjahlíðar vegna rukkun gjalds fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki i landi Reykjahliðar i Skútustaðahreppi. Sýslumaður mat tryggingar, sem hluti landeigenda Reykjahlíðar lögðu fram vegna lögbannsins nægjanlegar, en þær voru að upphæð 40 milljónir króna.

Sýsluskrifstofan á Húsavík
Sýsluskrifstofan á Húsavík

 

Lögbannið hefur nú þegar tekið gildi, en frestur sem var veittur til að leggja fram trygginguna var til kl. 12:00, miðvikudaginn 23. júlí 2014.