Litlujólin í Stórutjarnaskóla

0
210

Litlujól Stórutjarnaskóla voru haldin s.l. fimmtudag, í þokkalegu veðri. Þar er fyrirkomulagið þannig, að eftir hádegi daginn fyrir Litlujólin skreyta nemendur í eldri bekkjum jólatréð, salinn, forstofuna og framan við sjoppuna. Yngri nemendur skreyta kennsluganginn og e.t.v. stofur hafi það ekki verið alveg búið.

Nemendur mæta svo prúðbúnir kl.11:00 á Litlujólin. Þau hefjast með því að allir fara í sínar stofur með umsjónarkennarar sem lesa jólasögu við kertaljós. Nemendur skiptast á pökkum og jólakortum.

Hátíðarmatur er borinn fram kl. 12:00. Í eftirréttinum er mandla fyrir hvern kennsluhóp og ríkir alltaf mikil spenna að vita hver fær möndluverðlaunin. Ef fréttaritara misminnir ekki, fékk í leikskólahópi möndluverðlaunin Margrét Sigríður Árdal, í 1. og 2. Daníel Róbert Magnússon, 3. 4. 5. Þórunn Helgadóttir, 6.7.8. Árný Olsen og í 9. og10. bekk fékk Dagbjört Jónsdóttir verðlaunin.

Að máltíð lokinni og þegar allir hafa þakkað fallega fyrir sig, er gengið inn í sal og sest. Að þessu sinni léku þær Guðrún Borghildur E. Ásgeirsdóttir, Guðný Jónsdóttir og Marika Alavere allar á fiðlu lagið ,,Við kveikjum einu kerti á,, og svo las Snorri Már Vagnsson jólaguðsspjallið. Þá var nú komið að sjálfu ballinu, gengið var kringum jólatré við undirleik Jaan Alavere og Ólafs Arngrímssonar. Jólasveinar ráku inn nefið þegar þeir heyrðu þennan fallega barnasöng, þeir skelltu sér í dansinn og höfðu gaman af, gáfu svo börnunum mandarínur, áður en þeir þurftu að drífa sig á næsta stað. Það er alltaf nóg að gera hjá jólaveinum á þessum tíma.

eldri leikskólanemendur og Sigrún Jónsdóttir
eldri leikskólanemendur og Sigrún Jónsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

yngri nemendur leikskóla
yngri nemendur leikskóla

 

 

 

 

 

 

 

stúlkur í 7. og 8. bekk, ásamt Álfheiði Þórðardóttur
stúlkur í 7. og 8. bekk, ásamt Álfheiði Þórðardóttur

 

 

 

 

 

 

 

 

strákar í 9. og 10. bekk
strákar í 9. og 10. bekk

 

 

 

 

 

 

 

jólagleði
jólagleði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

prúðbúnar og spenntar dömur
prúðbúnar og glaðlegar dömur

 

 

 

 

 

 

 

dansað af hjartans list
dansað af hjartans list

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjötkrókur spjallar við krakkana og gefur mandarínur
Kjötkrókur spjallar við krakkana og gefur mandarínur

 

 

 

 

 

 

Kristín Sigurðardóttir sem vann við skólann í mörg ár, kom í heimsókn og færði nemendum 7. bekkjar jólasveina sem hún er þekkt fyrir að gera sjálf, mega þau hafa sveinana í kennslustofunni fyrir jól, þar til þau útskrifast, þá tekur sennilega annar hópur við þeim.
Kristín Sigurðardóttir sem vann við skólann í mörg ár, kom í heimsókn og færði nemendum 7. bekkjar jólasveina sem hún er þekkt fyrir að gera sjálf, mega þau hafa sveinana í kennslustofunni fyrir jól, þar til þau útskrifast, þá tekur sennilega annar hópur við þeim.