Listi Framsóknarmanna í Norðurþingi samþykktur einróma

0
202

Framsóknarfélag Þingeyinga samþykkti, á fjölmennum félagsfundi á Húsavík í kvöld, einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi. Framsóknarflokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.

Frambjóðendur B-listans í Norðurþingi
Frambjóðendur B-listans í Norðurþingi

Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann en bæjarfulltrúarnir Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason skipa 2. og 3. sætið og ný á listanum í næstu 5 sætum eru Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari.

Listann skipa eftirtaldir:
1. Gunnlaugur Stefánsson, fors.bæjarstj./framkv.stj. 640-Húsavík
2. Soffía Helgadóttir, bæjarfulltr./hagfræðingur 640-Húsavík
3. Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltr./kennari 640-Húsavík
4. Hróðný Lund hjúkrunarfræðingur 640-Húsavík
5. Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður 675-Raufarh.
6. Anny Peta Sigmundsdóttir sálfræðingur 640-Húsavík
7. Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri 671-Kópask
8. Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari 640-Húsavík
9. Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður 640-Húsavík
10. Sigríður Benediktsdóttir. bankaritari 670-Kópask.
11. Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi 640-Húsavík
12. Hjörvar Gunnarsson, nemi 640-Húsavík
13. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur 640-Húsavík
14. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona 640-Húsavík
15. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEBH 640-Húsavík
16. Birna Björnsdóttir varabæjarfulltr,/kennari 675-Raufarh
17. Jónína Á Hallgrímsdóttir, fv. sérkennari 640-Húsavík
18. Jón Grímsson bæjarfulltrúi 670-Kópask.

Listann skipa átta karlar og tíu konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall.