Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um 2%

0
311

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri. Lækkunin nær til allra fóðurtegunda og nemur hún 2%. Megin ástæður verðbreytinga er lækkun heimsmarkaðsverðs hráefna, þó sérstaklega maís og byggs sem notað er til fóðurgerðar auk styrkingar krónunnar.

Lífland nýtt lógó

Lækkunin tekur gildi frá og með 12. Janúar 2014. Lífland hefur frá desember 2012 lækkað verð á kjarnfóðri um allt að 12% og er það liður í stefnu fyrirtækisins að neytendur njóti jákvæðrar þróunar hráefnaverðs á heimsmarkaði.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líflands, í síma 540-1100.

Um Lífland

Starfsemi Líflands lýtur í dag annars vegar að þjónustu og framleiðslu tengdri landbúnaði og matvælum og hins vegar að hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður. Lífland rekur auk þess Kornax, einu hveitimyllu landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum auk innflutnings á öðrum matvælum. Lífland rekur einnig þrjár verslanir að Lynghálsi 3 í Reykjavík, Lónsbakka á Akureyri og Bændaþjónustuna Blönduósi. Áhersla verslana er á hesta- og útvistarvörur, gæludýravörur og rekstrarvörur til bænda.