Líf og fjör á Laugum.

0
180

Þar sem ungt skapandi fólk kemur saman,  þar er gaman.

Framhaldsskólinn á Laugum er heldur betur lifandi og skemmtilegur skóli. Nemendafélagið er með allra líflegasta móti þennan veturinn og það er alltaf nóg að gera. Stjórn nemendafélagsins er skipuð velvirkum, hugmyndaríkum  og uppátækjasömum ungmennum.  Árshátíð þeirra var með allra glæsilegasta móti og af því tilefni var ráðist í að gera myndbönd og lögð mikil vinna í þau og hugmyndaflugið fékk að njóta sín. Félagslífið hefur verið mjög gott í vetur og óvenju margir nemendur hafa verið virkir og tekið þátt. Tónkvíslin verður um miðjan febrúar, en það mjög stór liður í skólastarfinu. Mjög góður andi er meðal nemenda og alltaf líf og fjör. Á Laugum er sérstaklega góð aðstaða fyrir félagslíf, gömlu innisundlauginni sem var í kjallara ,,gamla skóla,, hefur verið breytt í fína setustofu sem nefnist Laugin, þar er aðstaða til að horfa á vídeó eða bara slaka á, góð íþróttahöll, líkamsræktarstöð, frábær 50m útisundlaug, upphituð  hlaupabraut úti, í Þróttó eru stundum bíósýningar og aðstaða fyrir ýmsar uppákomur, og svo býðst nemendum að taka þátt í leiklistarstafi með leikdeild Eflingar. Á svona litlum stað verður samheldnin meiri, og nemendur verða nánari. Nemendur eru ánægðir með nýja skólameistarann sinn Hall B. Reynisson sem tók við í haust, Kristján kokkur stendur alltaf fyrir sínu, svo og allt annað starfsfólk. Í dag 4. desember var svo jóladagur, þá mæta allir sparibúnir í hádegismatinn og þiggja hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir, í kaffitímanum var heitt kakó, kleinur og smákökur og jólatónlist, svo var endað á því að fara í Laugina að horfa á jólamynd. Formaður stjórnar nemendafélagsins er Tómas Guðjónsson frá Vopnafirði.

Stjórn NL: Fanney Guðjónsdóttir, Anna Karen Gunnarsdóttir, Hrannar Guðmundsson, Tómas Guðjónsson, Auður Katrín Víðisdóttir, Guðmunda Birta Jónsdóttir og Matthildur Ósk Óskarsdóttir.
Stjórn NL: Fanney Guðjónsdóttir, Anna Karen Gunnarsdóttir, Hrannar Guðmundsson, Tómas Guðjónsson, Auður Katrín Víðisdóttir, Guðmunda Birta Jónsdóttir og Matthildur Ósk Óskarsdóttir, spariklædd á árshátíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskriftarhópur FL

stendur í stórræðum við fjáraflanir eins og títt er um útskriftarhópa. Í vor stefna tveir hópar á að fara saman til Spánar þ.e.a.s. þau sem útskrifast í vorið 2014 og þau sem útskrifast 2015. Þau reyna því að safna peningum eins og þau mögulega geta. “Bingó er nýafstaðið með alltof glæsilegum vinningum og það tókst mjög vel, eftir áramótin verðum við með áheytasöfnun, það verður bara gert eitthvað skemmtilegt, tengt hreyfingu” sagði Tómas, sem einnig er útskriftarhópnum. “Við erum líka með sjoppu sem gengur mjög vel” því það eru líka nammigrísir á Laugum. Útskriftarhópurinn er að selja eftirfarandi: Klósettpappír 48 rúllur á 4000kr.- Eldhúspappír 24 rúllur á 4000kr.- Eldhúspappír 12 rúllur á 2500kr.- Jólapappír 10 metra rúllur þrjár í kassa á 2000kr.- Rjómasúkkulaði og tveir 250gr pokar af Sælkerakaffi og Hátíðarkaffi á 3200kr. og  Friðarkerti úr tólg, 2 í pakka á1500kr. Hægt er að hringja eða senda tölvupóst til þeirra, ef fólk vantar eitthvað að framantöldu og þau keyra það frítt heim að dyrum. Þessi fjáröflun heldur svo áfram eftir áramótin.

Tómas S: 8416824 Netfang: tomas11@laugar.is   og   Matthildur S: 8466467 Netfang: matthildur11@laugar.is

haldin er ljósmyndakeppni milli vista, þemað er líkamsrækt.
haldin er ljósmyndakeppni milli vista,  þarna er þemað líkamsrækt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í ljósmyndakeppni milli vista, þemað þarna er Tjörnin.
í ljósmyndakeppni milli vista, þemað þarna er Tjörnin.