Leyfisferli framkvæmda til umfjöllunar á morgunverðarfundi Verkfræðingafélagsins í fyrramálið

0
85

Í fyrramálið fer fram morgunverðarfundur Verkfræðingafélags Íslands á Hótel Nordica um leyfisferli framkvæmda, sem töluvert hefur verið í umræðunni, m.a. vegna orkuframkvæmda á Norðausturlandi. Markmið fundarins er að greina kosti og galla á núverandi leyfisferli framkvæmda á Íslandi.

Þeistareykir
Þeistareykir

Aðalræðumenn á fundinum eru: Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, fjallar um vandamála vegna línulagna á Norðausturlandi, Sif Jóhannesdóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings, fjallar um sjónarhorn sveitarfélaga sem gefa út framkvæmdaleyfi, og Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku, fjallar um ferli leyfisveitinga vegna framkvæmda.

 

 

Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Þátttakendur, auk frummælenda, verða Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrv. framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þórunn Egilsdóttir, alþingsmaður.

Fjölmiðlar eru velkomnir á fundinn sem hefst í kl. 8:30 í fyrramálið, 23. nóvember, á Hótel Nordica, léttur morgunverður er í boði frá kl. 8 og fundarlok eru kl. 10.

Streymt verður frá fundinum á vefsíðu Verkfræðingafélags Íslands; www.vfi.is

Sjá nánar um fundinn hér: http://www.vfi.is/tilkynningar/