Leonhard Nilsen AS frá Noregi með lægsta tilboð í jarðgöng og vegagerð

0
113

Tilboð í verkið Bakkavegur Húsavík, Bökugarður – Bakki voru opnuð í dag. Norska fyrirtækið Leonhard Nilsen & Sønner AS átti lægsta tilboðið upp á 2.841 milljón króna sem nam 101,3 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Ístak hf. átti nægstlægsta boð sem hljóðaði upp á 3.027 milljónir króna. Metrostav a.s. Tékklandi og Suðurverk hf. buðu 3.139 milljónir króna og 3.109 í frávikstilboði. ÍAV hf. og Marti Contractors Lth. Sviss áttu hæsta boð 3.621 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður var 2.804 milljónir króna. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar.

Frá opnun tilboða í verkið
Frá opnun tilboða í verkið
Um er að ræða 943 m löng jarðgöng 10,8 m breið, styrkingu ganganna og rafbúnað þeirra auk 49 m vegskála. Vegagerðin er um 2,1 km af vegi ásamt brimvörn, utan ganganna. Verkinu skal lokið 20. ágúst 2017.
Lægstbjóðandi hefur áður starfað að jarðgangagerð á Ísland, byggði Almannaskarðsgöng á sínum tíma. Hinir hafa allir einnig komið að jarðgangagerð. Vegagerðin.is