Leitað á Flateyjardal

0
137

Fjárleitir hófust ma. á Flateyjardal, Fnjóskadal og í Vaðlaheiði í fyrradag og í gær. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu kom á svæði í gær til að aðstoða bændur og heimafólk við leitina. Þeir hafa aðsetur í Stórutjarnaskóla. Í Stórutjarnaskóla gistu á milli 60-70 björgunarsveitamenn í nótt og fengu sér morgunmat kl 6:00 í morgun áður en haldið var aftur á stað til leitar. Björgunarsveitarmenn gistu í íþróttasalnum í Stórutjarnaskóla og á heimavistinni í nótt og fór vel um þá.

Bílastæðið við Stórutjarnaskóla í morgun.
Mynd: Heiða Kjartans.

 

Björgunarsveitarmenn borða morgunmat í Stórutjarnaskóla áður en þeir lögðu í hann.
Mynd: Heiða Kjartans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt þeim upplýsingum sem 641.is hafa borist er þegar búið að bjarga hátt í 1000 kindum af Flateyjardal og hefur féð verið nánast allt á líf. Minni snjór er á Flateyjardal heldur en menn bjuggust við og er autt nyrst á Flateyjardal og talsvert inn í land. Leitarmenn eru því bjartsýnir á að margt fé munin finnast á lífi og tjónið verði því minna en menn óttuðust í fyrstu.

Björnarsveitarmenn að gera sig klára fyrir leit dagsins.
Mynd: Heiða Kjartans.