Leikhópurinn Hrafnstjarna sýnir leikritið Þingeyingur! – Glænýtt gamanverk

0
159
Þrír ungir leikarar, leikstjórar og þingeyingar mynda leikhópinn Hrafnstajrna sem að setur upp sýninguna Þingeyingur! í lok nóvember, víða um Þingeyjarsýslur, í samvinnu við Aftur heim. Jenný Lára sér um leikstjórn, Vala Fannell um framleiðslu og Hjalti Rúnar um leik. Þau eru öll ættuð frá Hömrum í Reykjadal í Suður-þingeyjarsýslu og þau hafa undanfarin misseri unnið að sýningu sem að kannar hvað það þýðir að vera Þingeyingur. Þar sem þeir eru þekktir fyrir ástríðu, ósérhlýfni, skopskyn og stolt er mikilvægt að spyrja; hvað er satt og hverju er logið þegar kemur að þessum höfuðpaurum norðurlandsins? 
Leikhópurinn Hrafnstjarna
Leikhópurinn Hrafnstjarna

Verkið einkennist af léttu skopi, söng og gleði og leikhópurinn hlakkar til að færa öðrum Þingeyingum sjálfa sig á góðlátlegu skemmtifati í lok nóvember.

Aftur heim er þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að efla tengsl við brottflutta unga listamenn úr Þingeyjarsýslum. Umsækjendur geta verið einstaklingar á aldrinum 20-35 ára, eiga rætur í Þingeyjarsýslu sem stunda eða hafa lokið listnámi sem lýkur með formlegri prófgráðu. Markmiðið með verkefninu er að gefa þeim tækifæri til að snúa aftur heim til að framkvæma eða taka þátt í menningarverkefnum í heimabyggð.
Sýningarstaðir og tímar eru eftirfarandi:
Samkomuhúsið á Húsavík 
  • Föstudaginn 25. Nóvember kl.20:00
Skólahúsið á Kópaskeri
  • Laugardaginn 26. Nóvember kl. 14:00
Breiðamýri í Þingeyjarsveit
  • Laugardaginn 26. Nóvember kl. 20:00
Skjólbrekka í Mývatnssveit
  • Sunnudaginn 27. Nóvember kl. 20:00
Frekari upplýsingar um verkið, hópinn og miðapantanir má finna á facebook.com/hrafnstjarna