Leikdeild Eflingar frumsýnir “Stöngin inn” í kvöld á Breiðumýri

0
738

Í kvöld, föstudagskvöld frumsýnir Leikdeild Eflingar leikritið Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Leikstjóri er Vala Fannell og tónlistarstjóri er Jaan Alavere. Verkið er gamansöngleikur með ABBA-tónlist. Það gerist í litlu sjávarþorpi þar sem konur bæjarins ákveða að setja eiginmenn sína í kynlífsbann nema þeir hætti að horfa á enska boltann og það hefur ýmsar afleiðingar í för með sér.

 Í sýningunni eru 18 leikarar auk fimm manna hljómsveitar sem skipuð er þaulvönum tónlistarmönnum. Að venju er leikarahópurinn blanda af ungum og öldnum, reyndum og óreyndum og eins og oft áður taka nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Laugum þátt í sýningunn. Fjöldi manns vinnur auk þess á bak við tjöldin.

Dalakofinn verður með leikhúsmatseðil fyrir hópa (lágmark 6 manns) lambasteik og meðlæti, og kaffi og köku í eftirrétt á 3900.- Einnig býður Dalakofinn 15% afslátt af matseðli fyrir leikhúsgesti.

Að venju verður Kvenfélag Reykdæla með kaffi- og vöfflusölu á sýningum.

Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is

Sýningaplan

Frumsýning – föstudagur 23. febrúar kl. 20:30

  1. sýning – sunnudagur 25. febrúar kl. 17:00
  2. sýning – fimmtudagur 1. mars kl. 20:30
  3. sýning -föstudagur 2. mars kl. 20:30
  4. sýning -föstudagur 9. mars kl. 20:30
  5. sýning – laugardagur 10. mars kl. 18:00
  6. sýning – sunnudagur 11. mars kl. 16:00

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Mattíasdóttir

Mynd frá æfingu
Mynd frá æfingu
Mynd frá æfingu